Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Podogorica í Svartfjallalandi.
Fimm lið erun með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni.
Í dag tapaði liðið sínum þriðja leik á mótinu gegn Grikklandi, 39-81.
Fréttaritari Körfunnar í Svartfjallalandi spjallaði við Eddu Karlsdóttur eftir leik í Kuca Kosarke Höllinni í Podgorica.