spot_img
HomeFréttirSjáðu glæsilega fyrstu körfu Pryor fyrir Íslands hönd

Sjáðu glæsilega fyrstu körfu Pryor fyrir Íslands hönd

 

Ísland sigraði Noreg í fyrri æfingaleik liðsins í Bergen fyrr í dag. Seinni leikur liðsins er á morgun kl. 16:00. Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EuroBasket 2021, sem hefst með leik gegn Portúgal ytra þann 16. næstkomandi.

 

Leikur dagsins sá fyrsti fyrir fimm leikmenn liðsins, þá Kristján Leif Sverrisson, Emil Barja, Hauk Óskarsson, Danero Thomas og Collin Pryor. Merkilegt fyrir margar sakir að leika fyrir hönd lands síns í fyrsta skiptið, en mögulega merkilegast í tilvikum Thomas og Pryor, sem báðir fæddust og ólust upp í Bandaríkjunum og eru því nýjir Íslendingar.

 

Mörg fordæmi eru fyrir því að leikmenn sem flytja milli landa leiki fyrir hönd sinna nýju heimkynna, en samkvæmt reglum má aðeins einn slíkur leikmaður leika fyrir landsliðið í einu. Þar sem að um vináttuleik var að ræða í dag gat Ísland spilað þeim báðum.

 

Báðir komu þeir nokkuð við sögu í leiknum. Thomas skilaði 8 stigum og 2 fráköstum á rúmum 17 mínútum og Pryor 10 stigum og 11 fráköstum á rúmum 24 mínútum spiluðum.

 

Hér fyrir neðan má sjá glæsilega fyrstu körfu Pryor fyrir Íslands hönd. Þar sem hann gefur boltann fyrst á Hjálmar Stefánsson, sem keyrir að körfunni. Hjálmar gefur hann svo aftur á Pryor sem treður boltanum fyrir sín fyrstu tvö stig í hvítu og bláu.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -