spot_img
HomeFréttirLebron æfði í æfingaaðstöðu Martins og félaga

Lebron æfði í æfingaaðstöðu Martins og félaga

Það styttist heldur betur í næsta tímabil í NBA deildinni og er nýjasti liðsmaður LA Lakers Lebron James að koma sér í form á ferðalagi um Evrópu. Þessa dagana er hann staddur í Berlín þar sem hann var meðal annars með hluta af sýningu sinni í gær. 

 

James æfði við sömu aðstæður og Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin í morgun. Æfingaaðstaða Alba Berlin er glæsileg en stjórnarmenn félagsins tóku á móti honum auk þess sem bakvörður félagsins Peyton Siva æfði með stórstjörnunni.  

 

Myndir af heimsókn Lebrons má finna hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -