Það styttist heldur betur í næsta tímabil í NBA deildinni og er nýjasti liðsmaður LA Lakers Lebron James að koma sér í form á ferðalagi um Evrópu. Þessa dagana er hann staddur í Berlín þar sem hann var meðal annars með hluta af sýningu sinni í gær.
James æfði við sömu aðstæður og Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin í morgun. Æfingaaðstaða Alba Berlin er glæsileg en stjórnarmenn félagsins tóku á móti honum auk þess sem bakvörður félagsins Peyton Siva æfði með stórstjörnunni.
Myndir af heimsókn Lebrons má finna hér að neðan:
.@KingJames in the building! Lebron hat heute eine Einheit im ALBA-Trainingszentrum eingelegt.@AlejandroGar114 @KingJames @PeypeySiva3 @Himar_Ojeda
_x1f4f8_ Florian Ullbrich #lebronjames pic.twitter.com/12prLIt421— ALBA BERLIN (@albaberlin) September 3, 2018