Vestri hefur samið við Andre Hughes um að leika með liðinu á komandi tímabili. Andre er 204 sm hár, 104 kg fjölhæfur leikmaður sem getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum.
Andre lék síðast með Eastern New Mexico háskólanum þaðan sem hann útskrifaðist fyrr á þessu ári.
Samkvæmt félaginu er honum ætlað að fylla það skarð sem þeir Nökkvi Harðarson og Adam Smári Ólafsson skilja eftir sig í stöðu framherja.