spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKatla og Bylgja með ÍR í vetur

Katla og Bylgja með ÍR í vetur

 

1. deildarlið ÍR hefur samið við þær Bylgju Sif Jónsdóttur og Kötlu Maríu Stefánsdóttur fyrir komandi tímabil. 

 

Bylgja er 25 ára gamall bakvörður sem kemur til liðsins frá Val, en áður hafði hún leikið með Hamri í Hveragerði. Katla er 21 árs bakvörður sem lék 11 leiki með liðinu í fyrra áður en hún fór til Hollands í nám. Áður hefur Katla leikið með bæði Fjölni og Breiðablik.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -