spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaMG10 aðstoðar Jón Guðmundsson með Keflavík

MG10 aðstoðar Jón Guðmundsson með Keflavík

Bikarmeistarar Keflavíkur undirbúa nú lið sitt fyrir komandi átök í Dominos deild kvenna. Nýr þjálfari er í brúnni hjá liðinu en Jón Guðmundsson tók við þjálfum liðsins af Sverri Þór Sverrissyni fyrr í sumar.

Í kvöld tilkynnti Keflavík svo um ráðningu á aðstoðarþjálfara Jóns með liðið. Það verður stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson (MG10) sem verður Jóni til aðstoðar en Magnús er vel kunnugur í Keflavík þar sem hann lék með meistaraflokki í fjölmörg ár.

Magnús varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Keflavík og þrisvar sinnum bikarmeistari. Hann á að baki 77 landsleiki fyrir Íslands hönd. Magnús lék lang mestan tíma ferils síns með liði Keflavíkur en einnig lék hann með Grindavík, Njarðvík, Skallagrím auk Aabyhoj í Danmörku.

Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Keflavíkur fyrir næsta tímabil. Thelma Dís Ágústsdóttir er farin til Bandaríkjanna en hinsvegar hefur liðið samið við Bryndísi Guðmundsdóttur, Telmu Lind Ásgeirsdóttur og Maríu Jónsdóttur um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -