spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaDagbjört framlengir við Val

Dagbjört framlengir við Val

Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur framlengt samningi sínum við Val og mun leika með félaginu í úrvalsdeildinni næstu 2 tímabil. Hún hefur leikið með Val sl. 3 ár og þykir ein allra efnilegasta körfuboltakona landsins.

Dagbjört var m.a. valin besti ungi leikmaðurinn á síðasta tímabili í Dominos deildinni en hún var með 6 stig og 1,8 stoðsendingu í leik fyrir Val. Hún var í U20 landsliði Íslands síðasta sumar og er auk þess í A-landsliðshóp sem undirbýr sig þessa dagana fyrir æfingaleiki í haust.

Dagbjört Dögg hefur verið einn af lykilleikmönnum Vals sl. ár og samkvæmt yfirlýsingu Vals er það mikið fagnaðarefni að hún hafi framlengt samningi sínum við félagið.

Fréttir
- Auglýsing -