Þóranna Kika Hodge Carr og Thelma Dís Ágústsdóttir og lið þeirra náðu bæði að halda vonum sínum um að komast í Marsfárið með sigrum í úrslitakeppnum deilda sinna.
Þóranna og Iona Gaels sigruðu Mount St. Mary’s í fyrstu umferð MAAC riðlakeppninnar 39-37 og spila í undanúrslitum á föstudaginn. Brotið var á Þórönnu þegar 3 sekúndur voru eftir og staðan var 38-37 Iona í hag. Þóranna setti fyrra vítið niður og gulltryggði þar með Iona sigurinn.
Thelma Dís og Ball State sigruðu Akron örugglega 92-68 og spila í undanúrslitum á föstudaginn. Thelma skoraði 16 stig, tók 4 fráköst og sendi stoðsendingu á 38 mínútum spiluðum í leiknum.