Skallagrímskonur mættu í kvöld í Ólafssal á Ásvöllum til þess að etja kappi við heimakonur í Haukum. Fyrirfram var búist við spennandi leik enda endaði fyrri leikur liðanna með naumum sigri Hauka.
Það er skemmst frá því að segja að Skallgrímur rúllaði Haukunum upp í þessum leik. Þær komust strax í 20-3 forystu og litu aldrei til baka. Munurinn var um og yfir 30 stigin það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 55 – 83. Emilie Sofie Hessedal var best á vellinum með 32 stig og 14 fráköst fyrir Skallagrím en Jannetje Guijt henti í 14 stig fyrir heimastúlkur.
Slegnar niður
Það var eins og ákefð Skallagríms hafi komið Haukum í opna skjöldu. Þær voru að elta frá fyrstu sekúndu og var eins og þær væru hissa. Sem er skrítið þar sem þessi lið eru á svipuðum stað í töflunni og fræðilega ættu liðin að vera svipuð. Einnig gætu innbyrðisviðureignir skipt máli í lok tímabils.
Hvað næst?
Bæði lið ætla að gönna brautina í næstu umferð. Skallagrímur mætir í Grindavík og Haukar eiga leik gegn Keflavík á Sunnubrautinni.
Tölfræði leiksins
Myndir / Bára Dröfn