Nú þegar fimm umferðir eru búnar af Dominos deildum karla og kvenna og aðeins 10 dagar eru í að lokað verði fyrir að liðin bæti við sig leikmönnum er ekki úr vegi að fara yfir stöðu mála hjá hverju þeirra fyrir sig.
Í þessari síðustu upptöku gefur Aukasendingin fría ráðgjöf til liða deildanna og rýnir í hvað nánasta framtíð þeirra beri í skauti sér.
Í Dominos deild kvenna er það lið Skallagríms sem kemur mest á óvart í upphafi móts, á meðan að bæði Haukar og Keflavík virðast vera að spila (þó lítið) undir getu. Getur eitthvað lið blandað sér í toppslag Vals og KR í vetur?
Í Dominos deild karla er uppgangur Þórs og Keflavíkur ræddur, á meðan að stjórnendur lýsa áhyggjum sínum yfir hvað sé að gerast hjá Haukum í Hafnafirði, Val og þá sérstaklega ljónunum í Njarðvík. Tekið skal fram að upptakan er gerð rétt áður en Njarðvík staðfestir komu Chaz Williams til liðsins og þessvegna er það ekki rætt.
Umsjón: Davíð Eldur, Ólafur Þór & Bryndís
Aukasendingin er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.
Dagskrá:
00:00 – Létt hjal
01:30 – Dominos deild kvenna
20:00 – Dominos deild karla