spot_img
HomeFréttirDregið í undankeppni HM í beinni kl. 12:00

Dregið í undankeppni HM í beinni kl. 12:00

Í dag verður dregið í forkeppni að HM 2023 hjá karlalandsliðinu í körfuknattleik en liðið mun hefja keppni í febrúar. Búið er að gefa út hverjar verða þátttökuþjóðir í forkeppninni og raða þeim upp í styrkleikaflokka en þar er Ísland í efsta styrkleikaflokki ásamt Hvíta-Rússlandi og því ljóst að Ísland getur ekki lent saman með Hvít-Rússum í riðli.

Dregið verður í beinni á Facebook síðu FIBA World Cup kl. 12:00 að íslenskum tíma (13:00 CET)

Átta þjóðir eru skráðar og verður því dregið í tvo riðla með fjórum liðum í hvorum riðli. Styrkleiksskiptingin er eftirfarandi en eitt lið úr hverju flokki verða dregin saman og Ísland verður því með einu liði úr hverjum styrkleikaflokki 2-4 hér að neðan:

  1. Ísland og Hvíta-Rússland
  2. Portúgal og Slóvakía
  3. Kosovó og Kýpur
  4. Lúxemborg og Albanía

Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara áfram eftir leiki heima og að heiman í 2. umferð forkeppninnar en þar munu bætast við þau 8 lönd sem ekki komast á EM 2021 í gegnum undankeppnina þar en hún verður leikin í sömu landsliðsgluggum næstu tvö tímabil. (febrúar og nóvember 2020 og febrúar 2021).

Fyrsti landsliðsglugginn verður í febrúar 2020, dagana 17.-25. febrúar.

Fréttir
- Auglýsing -