spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaManuel látinn fara frá Skallagrím

Manuel látinn fara frá Skallagrím

Borgnesingar hafa sagt upp samningi sínum við Manuel Rodriquez sem þjálfað hefur meistaraflokk karla frá því í sumar. Þetta staðfesti félagið í kvöld.

Einungis þremur umferðum er lokið í 1. deild karla en það var nóg fyrir Borgnesinga og hefur samningi Manuels nú verið sagt upp. Hinn ungi þjálfari Atli Aðalsteinsson mun stýra liðinu tímabundið hið minnsta.

Skallagrímur er á botni 1. deildarinnar án sigurs en liðið tapaði um síðustu helgi gegn nágrönnum sínum í Snæfell. Liðið mætir Vestra á morgun í Borgarnesi.

Fréttir
- Auglýsing -