Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð Dominos deildar karla í kvöld.
KR lagði nýliða Fjölnis í Grafarvogi, Þórsarar sigruðu nafna sína frá Akureyri í Þorlákshöfn, Tindastóll vann Stjörnuna á Sauðárkróki og í Hafnarfirði báru heimamenn í Haukum sigurorð af Grindavík.
Þá fór einn leikur fram í fyrstu deild karla. Þar sigraði Hamar heimamenn í Breiðablik.
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla:
Fjölnir 80 – 99 KR
Þór 85 – 81 Þór Akureyri
Tindastóll 93 -81 Stjarnan
Haukar 97 – 93 Grindavík
Fyrsta deild karla:
Breiðablik 76 – 93 Hamar