Hamar lagði Álftanes nokkuð örugglega í kvöld í annarri umferð fyrstu deildar karla. Eftir leikinn er Hamar á toppi deildarinnar með tvo sigra á meðan að Áltanes er eitthvað neðar með einn sigur og eitt tap.
Hvernig þróaðist leikurinn ?
Það var jafnræði með liðunum í tæpar 20 mínútur. Þriðji leikhluti var eign heimamanna, þar varð til gott forskot sem hélst það sem eftir lifði leiks. Ágætis hraði var leiknum sem átti greinilega betur við heimamenn. Gestirnir náðu ekki neinu alvöru áhlaupi í að saxa á forskotið. Álftanes með 21 tapaðann bolta á 10 boltum Hamarsmanna. Hamarsmenn voru 43% nýtingu á 3ja stiga skotum sínum á móti 21% hjá Álftnesingum. Heildar framlag hjá Hamar var 138 á móti 57 hjá Álftanesi.
Bestu leikmenn:
Everage var sjóðheitur í kvöld og með 34 stig og 40 í framlag, leikstjórnandi lipri Toni átti gott kvöld sem og Pálmi Geir sem skilaði sínu vel jafnt sóknar sem varnarlega. Í liði gestana var Birgir Björn Pétursson með framlag uppá 13.
Vendipunkturinn:
Það verða teljast síðustu mínúturnar í 2. leikhluta.
Hvað þýða úrslitin:
Hamar með fullt hús stiga, fara næst í heimsókn til Blika, Álftanes nýliðar í deildinni aðeins settir niður á jörðina, amk. fram að næst leik.
Villukóngur kvöldsins:
Fellur í skaut Kinu Rochford, 5 villur eftir 14:33 mín. Annars hallaði aðeins á heimamenn í þeirri tölfræði. Álftanes 16 villur á móti 22 villum Hamarsmanna.
Dómarar:
Gunnlaugur Briem – Var eins og íslenska veðráttan, maður vissi ekki alveg hvað yrði kallað næst….
Helgi Jónsson – Virkaði öruggur í sínum aðgerðum og var skeleggari í þetta sinn af þeim félögum.
Umfjöllun / Sveinbjörn Jón Ásgrímsson.