Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflvíkinga, var sáttur í leikslok með sigur sinna stúlkna á Haukum 54-65 í Domino´s deild kvenna.
,,Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum en ekki í þeim seinni. En það dugði til í kvöld og við unnum leikinn,” sagði Jón Halldór og var ánægður með framlag sinna stúlkna. ,,Það var mjög sterkt að klára þennan leik eftir áhlaup Hauka. Við vissum að þær myndu ekki spila jafn illa allan leikinn og þær gerðu í fyrri hálfleik. Við misstum aðeins dampinn í seinni hálfleik og spiluðum ekki nógu vel.”
,,Ég er með ungt lið og það var öflugt að geta klárað þennan leik. Haukarnir voru að spila fyrsta leikinn í nýju húsi og allt að gerast og því var öflugt að klára þennan leik,” sagði Jón Halldór að lokum.