spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKokkurinn Kinu gerir bragðgóða sósu

Kokkurinn Kinu gerir bragðgóða sósu

Hamar tekur á föstudagskvöldið á móti Álftanesi í fyrsta heimaleik sínum á þessu tímabili í 1. deild karla. Bæði lið sigruðu leiki sína í fyrstu umferð nokkuð örugglega, Áftanes lið Skallagríms og Hamar liðsmenn Sindra á Höfn í Hornafirði.

Til þess að vekja athygli á þessum fyrsta heimaleik sínum hafa Hamarsmenn ákveðið að spjalla aðeins við nýjan leikmann sinn, Kinu Rochford. Sá er stórskemmtilegur kokkur og líkt og kemur fram í myndbandinu ætlar hann að gera bragðgóða sósu á föstudaginn fyrir aðdáendur sína og Hamars á heimavellinum.

Fréttir
- Auglýsing -