spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaYfirlýsing frá Sindra: Málið tekið föstum tökum

Yfirlýsing frá Sindra: Málið tekið föstum tökum

Fyrr í dag bárust þær fregnir að leikmaður Hamars hafi mátt þola kynþáttaníð þegar að liðið lék gegn Sindra á Höfn í Hornafirði í gær. Körfunni barst rétt í þessu yfirlýsing frá félaginu.

Aukasendingin fór yfir málið í lok síðasta þáttar, en hann er hægt að hlusta á hér fyrir neðan.

Í yfirlýsingunni, sem í heild má lesa hér fyrir neðan, er Hamar og þá sérstaklega leikmaður þeirra, Kinu Rockford beðinn afsökunar á framferðinu og útlistað er hvernig, með beinum hætti, Sindri mun takast á við málið.

Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeildar Sindra vegna kynþáttafordóma

Stjórn körfuknattleiksdeildar Sindra harmar og fordæmir með öllu kynþáttafordóma eða hvers kyns mismunun. Slíkt er í algjörri andstöðu við stefnu deildarinnar sem og Ungmennafélagsins Sindra í heild.

Við viljum biðja leikmenn Hamars, félagið í heild sinni,  og þá sérstaklega Kinu Rockford afsökunnar á þeirri hegðun sem var viðhöfð. Málið verður tekið föstum tökum og er í skoðun innan félagsins í samstarfi við KKÍ en formaður KKÍ og varaformaður voru í stúkunni á umræddum leik.

Farið verður í eftirfarandi aðgerðir í kjölfar málsins til að tryggja að aðstæður sem þessar komi ekki upp aftur

  • Unnið verður að rannsókn málsins og viðeigandi aðilum bannaður frekari aðgangur að leikjum félagsins
  • Gæsla verður aukin á leikjum deildarinnar og þar með er vonast til að hægt sé að grípa strax inn í aðstæður af þessum toga ef þær koma upp
  • Leitað verður eftir samstarfi milli UMF Sindra, skóla- og félagsmálayfirvalda og farið inn í skóla sveitarfélagsins með fræðslu um málefnið

Það er von stjórnar Körfuknattleiksdeildar Sindra að með þessu verði komið í veg fyrir að aðstæður sem þessar komi upp aftur og að leikmenn geti þannig spilað leiki án þess að eiga í hættu á að verða fyrir fordómum eða mismunun af einhverju tagi.

Virðingarfyllst

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Sindra

Fréttir
- Auglýsing -