Byrjunarlið Skallagríms var Keira Robinson (SG, USA), Maja Michalska (G/F, Pólsk) Árnína, Sigrún og Emilie Hesseldal(F/C, dönsk)
Þóra, Eva Margrét, Rósa og hin hollenska Jannetje Guijt sem allar voru í Haukaliðinu í fyrra og svo er Lovísa Hennings komin heim og var síðasta púslið í byrjunarliði Hauka. Skallagrímur lét Charlotte Thomas-Rowe fara fyrir leikinn en hún þótti alls ekki standa undir væntingum.
Skallagrímur byrjar leikinn mikið betur og kemst í 11 – 2 á fyrstu fjórum mínútunum í stöðunni 10 – 2 taka Haukar leikhlé og breyta liðinu, setja Auði, kanann(Barrett) og Bríet inná og við það virtist koma bæði meiri ró og Haukar fóru að taka betri skot, Skallagríms stelpur með yfirhöndina í fyrsta leikhluta sem endar 22 – 17.
Haukar komu sér alltaf betur og betur inní leikinn og voru heilt yfir þó nokkru betri í öðrum leikhluta og endar hálfleikurinn þannig að Haukar eru einu stigi yfir 38 – 39.
Þrjár af Skallagrímsstelpum búnar að spila allan hálfleikinn sem er alltof mikið álag, alveg sama hver leikmaðurinn er.
Skallagrímsstelpur hafa engið ágætis hálfleiksræðu því þær komu mjög sterkar inní seinni hálfleik þá sérstaklega varnarlega, halda Haukum í fjórtán stigum en hins vegar var sóknarleikurinn engan vegin á parti við vörnina en þó rötuðu 18 stig ofan í og Skallagrímur 56 – 53 yfir fyrir síðasta fjórðung.
Fjórði fjórðungur var í járnum, hörð vörn spiluð og skotval var ábótavant hjá báðum liðum og mætti segja að bæði lið hafi verið hálf stressuð í sóknarleiknum. þegar fjórar mínútur eru eftir af leiknum tekur Ólöf, þjálfari Hauka, leikhlé og staðan er 66 – 64 fyrir Skallagrím.
Ólöf hafði greinilega merkilegri hluti að segja en brandara í leikhléinu og var það einmitt það sem Haukum vantaði klára rest af leiknum 0 – 8 og vinna.
Fengu smá hjálp frá Skallagrímskonum sem tóku átta skot, þar af sex þriggja stiga skot ekkert þeirra ofaní.
Á endanum sanngjarn en harðsóttur sigur Hauka sem sýndu mikla seiglu og voru líka með mikið mun betri skotnýtingu á öllum svæðum vallarins.
Skallagrímur:
Keira Robinson 19 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 2 stolnir
Emilie Hesseldal 14 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolnir Maja 12 stig, Árnína 10 stig, Sigrún 7 stig og Gunnhildur 4 stig.
aðrar spiluðu ekki
Haukar
Lovísa 18 stig, 4 fráköst og 3 varin
Seairra Barrett 16 stig, 9 fráköst 4 stoðsendingar
Eva Margrét 16 stig, 13 fráköst, 2 varin
Þóra 12 stig, 9 stoðsendingar, 6 fráköst, 2 stolnir og 1 varið
Auður og Jannetje Guijt 3 stig hvor, Bríet og Rósa 2 stig hvor.