spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTindastóll kom til baka og vann eftir að hafa verið 20 stigum...

Tindastóll kom til baka og vann eftir að hafa verið 20 stigum undir í Smáranum

Tindastóll lagði Breiðablik í Smáranum í kvöld í 18. umferð Subway deildar karla, 94-100. Eftir leikinn er Tindastóll í 5. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Breiðablik er í 6. sætinu með 16 stig.

Lengst af leiddu heimamenn í Blikum leik kvöldsins. Með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 32-26 og þegar í hálfleik var komið var forysta þeirra komin í 15 stig, 55-41. Gestirnir úr Skagafirði ná svo að svara í upphafi seinni hálfleiksins og er munurinn á liðunum aðeins eitt stig fyrir lokaleikhlutann, 77-76. Í honum gera þeir svo vel að missa leikinn ekki aftur frá sér og vinna að lokum með sex stigum, 94-100.

Atkvæðamestur fyrir Tindastól í leiknum var Keyshawn Woods með 28 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Blika var Everage Richardson atkvæðamestur með 23 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -