spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaVilhjálmur Kári úr KR til Álftaness

Vilhjálmur Kári úr KR til Álftaness

Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur gengið frá samningi við Vilhjálm Kára Jensson frá sexföldum Íslandsmeisturum KR. Hann færir sig úr Vesturbænum yfir á Bessastaði þar sem hann mun leika undir stjórn Hrafns Kristjánssonar á næsta leiktímabili. Vilhjálmur spilar stöðu framherja, er 196 sentimetrar á hæð og aðeins 22 ára að aldri. Þetta er í fyrsta sinn sem hann færir sig um lið en hann hefur spilað með hinum sigursælu Vesturbæingum allt frá yngri flokkum.

Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksráðs UMFÁ: Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá svona öflugan leikmann eins og Vilhjálm inn í okkar raðir. Við höfum nýtt undirbúningstímabilið vel í að efla hópinn okkar með áherslu á að breikka liðið og vera með rétta blöndu af reynslumiklum leikmönnum og efnilegum. Fyrsta deildin verður sterk í ár og viljum við mæta klárir til leiks.

Fréttir
- Auglýsing -