Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi. Í dag tapaði liðið gegn Ungverjum í leik um 12-16. sæti keppninnar.
Þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik er óhætt að segja að ungverjar hafi gjörsamlega valtað yfir Ísland í seinni hálfleik. Ísland setti bara 20 stig í heildina í seinni hálfleik og lokastaðan 90-62 fyrir Ungverjalandi.
Hjörtur Kristjánsson var virkilega öflugur þrátt fyrir tapið og endaði með 21 stig. Þá var Ólafur Ingi Styrmisson með 12 stig.
Síðasti leikur mótsins er á morgun þegar Ísland mætir Írum kl 9:45 í fyrramálið. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um 15. sæti keppninnar.
Viðtal fyrir leik: