spot_img
HomeFréttirSannfærandi sigur á Sviss

Sannfærandi sigur á Sviss

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi. Fyrr í dag sigraði liðið fyrsta leik sinn á mótinu gegn Sviss. Ísland leikur í C-riðli með heimamönnum frá Svartfjallalandi, Danmörku, Sviss, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi.

Frábær annar leikhluti Íslandi fór langt með leikinn en liðið vann hann 23-8. Forystuna gaf Ísland aldrei af hendi en Sviss gafst aldrei upp og náði litlum áhlaupum. Íslenska liðið stóð það allt af sér með sæmd og unnu góðan 65-76 sigur að lokum.

Orri Gunnarsson kom gríðarlega sterkur inn af bekknum og endaði með 24 stig og 7 fráköst. Ólafur Ingi Styrmisson var einnig öflugur með 11 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.

Á morgun mætir Ísland Hvíta Rússlandi kl 11:45 að Íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni hjá á Körfunni.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -