spot_img
HomeFréttirBeint: U16 drengja hefur leik á EM

Beint: U16 drengja hefur leik á EM

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi.

Í dag kl. 11:30 leika þeir sinn fyrsta leik í riðlakeppninni gegn Sviss.  Ísland leikur í C-riðli með heimamönnum frá Svartfjallalandi, Danmörku, Sviss, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti. Tvö efstu liðin í hverju riðli fara beint í 8-liða úrslit.

Frekari upplýsingar, liðskipan og lifandi tölfræði er að finna á heimasíðu mótsins hér.

U18 drengja á EM er þannig skipað:

Alexander Óðinn Knudsen · KR

Aron Ernir Ragnarsson · Hrunamenn

Bragi Guðmundsson · Grindavík

Eyþór Orri Árnason · Hrunamenn

Friðrik Heiðar Vignisson · Vestri

Hjörtur Kristjánsson · Breiðablik

Ísak Júlíus Perdue · Þór Þorlákshöfn

Ísak Örn Baldursson · Snæfell

Ólafur Ingi Styrmisson · Fjölnir

Orri Gunnarsson · Stjarnan

Örvar Freyr Harðarson · Tindastóll

Sófus Máni Bender · Fjölnir

Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari

Skúli Ingibergur Þórarinsson aðstoðarþjálfari

Atli Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari

Davíð Örn Aðalsteinsson sjúkraþjálfari

Jóhannes Páll Friðriksson FIBA dómari á mótinu

Fréttir
- Auglýsing -