spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaSkráning í 2. og 3. deild hafin

Skráning í 2. og 3. deild hafin

KKÍ hefur hafið skráningu í 2. og 3. deild ásamt bikarkeppni og yngri flokka fyrir komandi keppnistímabil. Síðasti dagur til að skrá lið til keppni er 15. ágúst.

Félög geta skráð sig í 2. og 3. deild mfl.kk., en A lið félags eiga forgang í 2. deild en árangur síðasta tímabils ræður röðun í 2. og 3. deild ef til þess kemur.

Skráning í Íslandsmót 7. flokks, 8. flokks og 9. flokks og Geysis bikarkeppni 9. flokks lýkur 15. september, en þessir flokkar keppa á fjölliðamótum. Skráning á minniboltamót í 10 og 11 ára er fyrir hvert mót fyrir sig.

Skráning í mót er rafræn en aðildarfélög hafa helstu upplýsingar í tölvupósti. Ef félag vantar aðgangsupplýsingar að rafrænu skráningarsvæði, þá þarf skráður forsvarsmaður félags að senda póst á [email protected] til að fá upplýsingar um aðgangs- og lykilorð.

Athugið að nú fer skráning fram í eftirfarandi keppnir:

  • 2. deild karla
  • 3. deild karla
  • Geysisbikarkeppni hjá þeim liðum sem keppa í 2. og 3. deild karla
  • Unglingaflokk karla Íslandsmót og Geysis bikar
  • Stúlknaflokk Íslandsmót og Geysis bikar
  • Drengjaflokk Íslandsmót og Geysis bikar
  • 10. flokkur stúlkna Íslandsmót og Geysis bikar
  • 10. flokkur drengja Íslandsmót og Geysis bikar
Fréttir
- Auglýsing -