spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvenna13 leikja sigurgöngu Vals lokið

13 leikja sigurgöngu Vals lokið

Í kvöld var sannkallaður toppslagur í Subway deild kvenna, Valur – Haukar.  Liðin í öðru og þriðja sæti. Valskonur komu til leiks með 13 sigra í röð, töpuðu síðast fyrir einmitt  Haukum, 9. nóvember. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð, þannig að það mátti búast við hörkurimmu á milli þessara systrafélaga.  Það varð nú ekki raunin, því Valskonur voru nánast á hælunum allan leikinn, Haukar unnu sanngjarnt og sannfærandi 63-77.

Leikurinn byrjaði reyndar á því að tefjast um 25 mínútur vegna bilunar í stigatöflunni. En hrós til áhorfenda, alveg prýðilega mæting þótt hún gæti alveg verið betri. En leikurinn hófst loksins og það var ekki að sjá að biðin hafi eitthvað slegið liðin útaf lagin því það var jafnt nánast allan tímann, Haukarnir þó með frumvæðið og komust mest fimm stigum yfir. En leikar eftir 1. leikhluta var 16-17 fyrir Hauka.

Annar leikhluti var nánast afrit af fyrsta leikhluta, mikill barningur, aggressívar varnir og Haukar alltaf aðeins á undan. Boltinn ekkert alltaf að fara ofan í og sendingar oft tæpar, þá sérstaklega Valsmegin. Haukarnir enda hálfleikinn vel, fara í hann með 9 stiga forskot 30–39.

Haukarnir byrja síðan seinni hálfleikinn með látum, Lovísa Björt, sem virðist ekki geta klikkað á þriggja stiga skoti, setur niður tvær körfur á meðan ekkert gengur sóknarlega hjá Val. Óli neyðist til að taka leikhlé í stöðunni 36-52. Það breytti engu, Haukar héldu áfram að spila mjög ágenga vörn og skoruðu nánast í hverri sókn. 20 stiga munur efitr 3 leikhluta, 44-64.

Eitthvað kviknaði á Valskonum í 4. leikhluta, Embla kom inn með góða innkomu en það var bara því miður of lítið og of seint. Þrátt fyrir að Valur hafi unnið þennan leikhluta 19-13, þá töpuðu þær leiknum sannfærandi 63-77.  

Hjá Valskonum vantaði framlag frá nánast öllum, Hildur og Ásta Júlia bestar, Kiana kom frekar seint til leiks en endaði þó stighæst með 17 stig.  Hjá Haukum var Keira best, síógnandi og með árásir á hringinn, hún skoraði 25 stig. Lovísa Björt og Elísabet Ýr áttu einnig stórgóðan leik.

Næstu leikir þessara liða verður síðan eftir slétta viku, Valskonur heimsækja botnlið ÍR á meðan Haukakonur fara í annan toppslag er þær taka á móti Keflavík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -