spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 202112 manna hópur landsliðsins fyrir leikinn gegn Portúgal klár

12 manna hópur landsliðsins fyrir leikinn gegn Portúgal klár

Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, hafa valið þá 12 leikmenn sem mæta Portúgal ytra á miðvikudaginn kemur þann 7. ágúst í bænum Sines.

Íslenska liðið hélt út í gærmorgun og ferðaðist til Portúgals og undirbýr sig núna fyrir komandi leik. Þetta verður fyrsti leikurinn í þessari þriðju og síðustu umferð forkeppninnar að undankeppni EM 2021. Ísland leikur í riðli með Portúgal og Sviss en það lið sem sigrar riðilinn kemst í undankeppnina sjálfa sem fram fer næstu tvo tímabil.

Sviss og Portúgal áttust við á laugardaginn í fyrsta leik riðilsins þar sem Sviss sigraði á heimavelli 77:72.

Bein útsending verður frá leiknum á RÚV2 kl. 17:30 á miðvikudaginn (18:30 í Portúgal) og lifandi tölfræði/netútsending er á sínum stað á heimasíðu keppninnar hér.

Þeir leikmenn sem skipa liðið gegn Portúgal á miðvikudaginn eru:

Frank Aron Booker · ALM Évreux, Frakkland (Nýliði)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (14)
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (42)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (125)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (78)
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA (7)
Hjálmar Stefánsson · Haukar (12)
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland (65)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (32)
Pavel Ermolinskij · KR (69)
Tryggvi Snær Hlinason · Zaragosa, Spánn (33)
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (57)

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson
Sjúkraþjálfari: Halldór Fannar Júlíusson
Fararstjóri: Herbert Arnarson
Liðsstjóri: Kristinn Geir Pálsson

Fréttir
- Auglýsing -