spot_img
HomeFréttirStórleikur Dúa dugði ekki til gegn Belgum

Stórleikur Dúa dugði ekki til gegn Belgum

Undir 18 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Oradea í Rúmeníu. Í dag tapaði liðið gegn Belgíu í umspili um 9.-12. sæti mótsins.

Íslenska liðið leiddi í fyrri hálfleik en Belgarnir sigu framúr í þriðja leikhluta. Litlu munaði að íslenska liðið næði að gera leikinn að alvöru háspennuleik en svo varð ekki og vann Belgía að lokum nauman sigur. Lokastaðan 91-80.

Dúi Þór Jónsson átti magnaðan leik fyrir Ísland og endaði með 37 stig. Hann hitti 75% utan af velli og var með 4 stoðsendingar. Friðrik Anton Jónsson var með 8 stig og 7 fráköst.

Tapið þýðir að Ísland leikur hreinan úrslitaleik um 11. sæti mótsins á morgun. Andstæðingurinn verður að öllum líkindum Bosnía en Ísland tapaði fyrir þeim í fyrsta leik mótsins og hafa því harma að hefna.

Tölfræði leiksins

Viðtal eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -