spot_img
HomeFréttirÞriðji sigurinn í röð hjá Íslandi - Leikið um 9.-12. sæti

Þriðji sigurinn í röð hjá Íslandi – Leikið um 9.-12. sæti

Undir 18 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Oradea í Rúmeníu. Í dag vann liðið Hvít-rússa í fyrsta leik umspilsins um 9-16 sæti mótsins, 93-98.

Eftir dapra byrjun Íslands ákvað liðið að stíga upp í öðrum og þriðja leikhluta. Liðið komst þar í forystu sem liðið hélt allt til loka þrátt fyrir fín áhlaup Hvíta Rússlands. Lokastaðan 98-93 fyrir Íslandi.

Dúi Þór Jónsson var stigahæstur Íslands með 30 stig og bætti við 6 stoðsendingum ofan á það. Veigar Páll Alexandersson var einnig gríðarlega öflugur með 22 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Á morgun mætir Ísland Belgum í umspili um sæti 9-12 en liðið sem sigrar þann leik leikur hreinan úrslitaleik um 9. sætið á sunnudag. Leikurinn gegn Belgíu fer fram kl 15:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér á Körfunni.

Tölfræði leiksins

Upptaka leiksins

Viðtal við Veigar og Dúa eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -