spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaFjölnir sterkari á lokasprettinum í Dalhúsum

Fjölnir sterkari á lokasprettinum í Dalhúsum

Fjölni bar sigurorð af ÍR í 23. umferð Subway deildar kvenna í kvöld, 83-69.

Fjölnir er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að ÍR er í 8. sætinu með 2 stig.

Heimakonur í Fjölni voru með góð tök á leiknum í upphafi og leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 24-15. ÍR gerir svo vel undir lok fyrri hálfleiks að missa þær ekki lengra frá sér, en þegar liðin halda til búningsherbergja er staðan 36-30.

Með góðu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiksins nær ÍR svo að snúa taflinu sér í vil þar sem þær komast mest fimm stigum yfir um miðjan þriðja fjórðung. Fjölnir nær að svara því áhlaupi og rétt hanga á forystunni inn í lokaleikhlutann, 46-42. Í þeim fjórða ná heimakonur svo aftur að taka öll völd á vellinum og er leikurinn aldrei neitt sérstaklega jafn á lokamínútunum. Niðurstaðan að lokum öruggur sigur Fjölnis, 83-69.

Atkvæðamest fyrir Fjölni í leiknum var Brittany Dinkins með 34 stig, 16 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta.

Fyrir ÍR var það Greeta Uprus sem dró vagninn með 24 stigum og 8 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -