Nú fyrst að körfuboltatímabilið er í pásu ætlum við hjá Körfunni að taka fyrir nokkra stólpa innan körfuboltahreyfingarinnar. Þessir aðilar munu koma úr öllum áttum; þetta verða leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn, sjálfboðaliðar og fleiri sem munu ræða hvernig þeir koma að og þrífast í þessari móður allra íþrótta.
Viðmælandi dagsins er Sigurður Hjörleifsson, yfirleitt kallaður Siggi Hjörleifs. Siggi hefur verið í kringum körfuna á Íslandi í fjöldamörg ár og hefur marga fjöruna sopið. Hann ræðir synina sína, Matthías Orra og Jakob, hans eigin leikmanna- og þjálfaraferil og minnist líka á Íslandsmet sem að hann á utan körfuboltans.
Siggi hefur á seinni hluta ferilsins síns einbeitt sér að því að vera umboðsmaður fyrir erlenda körfuboltaleikmenn. Hann hefur komið með helling af stórum nöfnum til landsins og þar má nefna menn eins og Brenton Birmingham, Darrell Lewis og Justin Shouse. Hann þjálfaði ’82 landsliðið fræga, gerði kvennalið Breiðabliks að Íslandsmeisturum fyrir aldamótin og hefur byggt upp körfubolta á fjölmörgum stöðum á Íslandi.
Undir lokin förum við um víðan völl og tölum m.a. um hvernig körfuboltinn hér á landi er einmitt núna og hvert hann stefnir. Njótið vel!
Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson
Gestur: Siggi Hjörleifsson
00:00:15 – Bankað upp á hjá Sigga
00:01:40 – KR-ÍR sérían og meiðsli Matta
00:03:45 – Synir Sigga sameinast í KR
00:07:15 – Upphaf körfuboltans hjá Sigga
00:10:20 – Íslandsmet Sigga utan körfubolta
00:12:20 – Leikmannaferillinn
00:15:10 – Þjálfaraferillinn
00:18:10 – ’82 landsliðið
00:23:00 – Breiðablik rís með Sigga
00:29:05 – Pabbi að þjálfa strákana sína (og Martin Hermanns)
00:35:25 – Umboðsmaðurinn Siggi
00:47:40 – “Þetta er dirty business.”
00:56:50 – Bosman-reglan og ungir íslenskir leikmenn
01:04:15 – Hvar stendur íslenska karfan?
01:10:30 – Hvað kemur þér áfram í atvinnumennskunni?
01:15:40 – Gildi Sigga