BIBA (Borche Ilievski Basketball Academy) búðirnar 2019 fóru fram í La Linea á Spáni nú á dögunum. Æft var við frábærar aðstæður í strandbænum sem liggur við Gíbraltarklett. Gist var á fjögurra stjörnu hóteli og frítímar nýttir í skoðunarferðir um Gíbraltar og farið í vatnsrennibrautagarð. Spilaðir voru æfingaleikir við spænsk lið og eins við landslið frá Gíbraltar.
50 leikmenn úr 9 félögum komu frá Íslandi og æfðu undir handleiðslu alþjóðlegra þjálfara frá Bandaríkjunum, Hollandi, Íslandi, Makedóníu, Marokkó og Spáni.
Mikið af foreldrum voru með í ferð og nutu körfuboltans og sólarinnar.
Á lokadegi búðanna var farið í keppnir og verðlaunuðu þjálfararnir fjóra leikmenn sem þóttu skara framúr:
Ásmundur Múli Ármannsson (Vestri, ISL, 2006) var valinn efnilegasti leikmaður búðanna. Hann stóð sig vel á æfingunum, tók eftir og bætti sig jafnt og þétt. Sýndi frábæra tilburði þrátt fyrir ungan aldur. Efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér
Katrin Freyja Ólafsdóttir (Njarðvík, ISL, 2003) var valin hafa besta viðhorfið í búðunum. Hún var dugleg að sækjast eftir meiru hjá þjálfurunum fyrir og eftir æfingar. Var mikill leiðtogi í æfingaleikjunum. Tók hverri áskorun með brosi og einbeitingu. Einstakur leikmaður sem er tilbúin fyrir stærri áskoranir næsta vetur.
Frank Gerritsen (ÍR, ISL, 2003) var besti leikmaður Stjörnuleiksins. Hann hafði mikið áhrif á leikinn beggja vegna vallarins. Hans frammistaða endurspeglaði hvernig hann æfði í vikunni. Duglegur og óeigingjarn liðsmaður sem nýtir hæfileika sína til að hjálpa liðinu fyrst og fremst. Frábær leikmaður sem vert er að fylgjast með á næstu árum.
Leifur Logi Birgisson (Fjölnir, ISL, 2003) var valinn besti leikmaður búðanna. Sýndi mikinn kraft og lagði sig allan fram í öllum leikjum og æfingum. Var einstaklega duglegur og drífandi alla vikuna. Öflugur leikmaður sem gaman verður að sjá spila næsta tímabil.
Opnað verður fyrir skráningu í BIBA búðirnar 2020 um leið og dagsetningar og staðsetning liggur fyrir. Hægt er að fylgjast með á Facebook síðunni BIBA Iceland.