spot_img
HomeFréttirÍsland hreppti bronsið

Ísland hreppti bronsið

Íslenska U18 lið drengja lék í dag sinn síðasta leik á Norðurlandamóti yngri landsliða þegar liðið mætti Eistlandi. Finnska liðið sigraði örugglega þrátt fyrir sterka byrjun Íslands. Finnar fóru því í gegnum mótið ósigrað en Ísland vann bronsið.

Gangur leiksins:

Frábær varnarleikur Íslands í upphafi hélt Finnska liðinu algjörlega niðri og hafði liðið ekki sett nema þrjú stig eftir rúmar níu mínútur. Sóknarleikur Íslands fylgdi því miður ekki með í fyrri hálfleik og skotin duttu ekki. Staðan í hálfleik var 27-23 fyrir Finnlandi.

Finnland hélt áfram að bæta í muninn í seinni hálfleik en íslenska liðinu gekk herfilega að setja boltann ofan í körfuna. Hægt og rólega fór hausinn hjá Íslandi og Finnland gekk á lagið. 

Lokastaðan 79-53 sigur Finnlands og niðurstaðan því þrír sigrar og tvö töp. Ísland endar því í þriðja sæti í U18 flokki drengja. 

Lykilleikmaður:

Veigar Páll Alexandersson og Hugi Hallgrímsson voru öflugastir í íslenska liðinu í dag. Veigar endaði með 18 stig og 4 fráköst en Hugi var með 10 stig og 9 fráköst. Báðir voru þeir sterkir á hringinn og þorðu að keyra á vörn Finnlands. 

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -