Þóra Kristín Jónsdóttir og meistarar AKS Falcon lögðu SISU í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni, 67-81.
Eftir leikinn er AKS í efsta sæti deildarinnar með 13 sigra og aðeins 1 tap, en í öðru sætinu er BMS Herlev nokkuð langt frá þeim með 8 sigra og sex töp.
Á sléttum 12 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín sex stigum, tveimur stoðsendingum, tveimur stolnum boltum og vörðu skoti.
Næsti leikur Þóru og AKS er þann 4. mars gegn BMS Herlev.