spot_img
HomeLandsliðinNorðurlandamót yngri landsliða hefst á morgun

Norðurlandamót yngri landsliða hefst á morgun

Norðurlandamót U16 og U18 landsliða hefst á morgun, 27. júní í Kisakallion í Finnlandi. Lagt var af stað í ferðalagið til Finnlands eldsnemma í morgun. Fjöldi leikmanna auk þjálfara og fylgdarliðs eru með í för auk Körfunnar.

Ásamt Íslandi eru það Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Noregur og Eistland sem senda lið til leiks en mót þetta hefur verið haldið í fjölmörg ár við góðan orðstýr. Það er U16 og U18 lið kvenna sem hefja leik á morgun þegar liðin mæta Noregi kl 10:30.

Liðin munu nýta daginn til æfinga á keppnissvæðinu en líkt og síðustu ár er aðstaðan frábær til æfinga og keppni. Andstæðingar morgundagsins er Noregur.

Karfan.is er á svæðinu og mun gera mótinu góð skil beint frá Finnlandi. Umfjallanir, myndir og viðtöl úr öllum leikjum Íslands auk annarra fregna. Allir leikirnir eru í beinni útsendingu á Youtube rás Finnska körfuboltasambandsins sem er einnig með lifandi tölfræði frá öllum leikjum. 


Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi.

Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.


Fréttir
- Auglýsing -