Ísland lagði lið Mónakó í dag með 91 stigi gegn 59 í fjórða leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.
Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Embla Kristínardóttir með 14, en þá bættu Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir 12 stigum við hvor.
Ísland því komið með þrjá sigurleiki og aðeins eitt tap það sem af er. Eru þær í 2. sæti mótsins, aðeins einum sigurleik fyrir neðan heimastúlkur í Svartfjallalandi, sem hafa sigrað alla sína leiki.
Ísland getur með sigri á Kýpur á morgun tryggt sér silfurverðlaun leikanna, en leikurinn fer fram kl. 06:30 í fyrramálið á íslenskum tíma.