Everage Richardson hefur samið við Hamar um að leika áfram með félaginu á næsta ári. Everage var stigakóngur deildarinnar annað árið í röð en hann skoraði í vetur 29 stig að meðaltali í leik, að auki tók hann 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Hamar töpuðu 3-1 í úrslitakeppni 1.deildar gegn Fjölni um sæti í deild þeirra bestu.