Íslenska karlalandsliðið mætir Georgíu nú kl. 16:00 að íslenskum tíma í lokaleik sínum í undankeppni HM 2023. Takist Íslandi að sigra leikinn með fjórum stigum eða meira ná þeir að tryggja sig með aðeins 11 öðrum þjóðum Evrópu á lokamót keppninnar sem fram fer seinna á árinu.
Árangur Íslands í keppninni í þetta skiptið er sá besti í sögunni, en sökum hans þarf liðið ekki að fara í forkeppni fyrir undankeppni næsta EuroBasket, sem fram fer árið 2025, en sú undankeppni hefst seinna á árinu. Þá hefur Ísland einnig í fyrsta skipti í sögunni náð að tryggja sig inn í undankeppni fyrir Ólympúleika, en þeir verða næst haldnir árið 2024 og hefst undankeppnin nú seinna á þessu ári.
Það sem af er hefur liðið unnið fjóra leiki og tapað fimm, en ásamt því að hafa lagt Holland bæði heima og heiman, náði Ísland að leggja bæði Ítalíu og Úkraínu heima í Ólafssal á síðasta ári
xx