Landsliðsæfingahópur kvenna er kominn saman og hóf æfingar á mánudaginn síðastliðin. Þær munu vera við æfingar næstu þrjár vikurnar en Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarar hans völdu í upphafi 31 leikmann til að koma saman í upphafi verkefnisins.
Nokkrir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og því verða 25 leikmenn til taks í upphafi. Hópurinn verður svo minnkaður niður fljótlega eftir þessa æfingaviku og upp úr þeim hóp verður svo endanlegt lið valið sem tekur svo þátt á Smáþjóðaleikunum í ár en þeir fara að þessu sinni fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí – 1. júní.
Eftirtaldir leikmenn skipa æfingahópinn:
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
Ástrós Lena Ægisdóttir · KR
Auður Íris Ólafsdóttir · Stjarnan
Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell
Björk Gunnarsdóttir · Breiðablik
Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan
Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur
Embla Kristínardóttir · Keflavík
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Florida Tech, USA / Njarðvík
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell
Hallveig Jónsdóttir · Valur
Helena Sverrisdóttir · Valur
Hildur Björg Kjartansdóttir · Celta Vigo, Spáni
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar
Sóllilja Bjarnadóttir · Breiðablik
Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri
Thelma Dís Ágústsdóttir · Ball State, USA / Keflavík
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík
Þeir leikmenn sem voru valdir en eru meiddir eða gátu ekki tekið þátt að þessu sinni eru:
Birna V. Benónýsdóttir, Keflavík, Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur, Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Stjarnan, Ragnheiður Benónísdóttir, Stjarnan og Unnur Tara Jónsdóttir, KR.