spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFrábær ÍR sigur í DHL-Höllinni!

Frábær ÍR sigur í DHL-Höllinni!

Það var allt að verða vitlaust í DHL-Höllinni í kvöld þegar að Breiðhyltingar mættu í Vesturbæinn til þess að etja kappi við fimmfalda íslandsmeistara KR. Ghetto Hooligans tilbúnir, Miðjan í stuði og MC Gauti sem mátti ekki við margnum.

Leikurinn sjálfur var frábær skemmtun frá byrjun til enda og ætluðu bæði liðinu að selja sig dýrt en fyrirfram hafði undirritaðu búist við því að breidd KR-inga myndi ráða úrslitum. Það reyndist ekki raunin því að eftir frábæran leik, dramatík, framlengingu og áhugaverð play á báða bóga þá stóðu ÍR uppi sem sigurvegarar, 83 – 89 og staðan í einvíginu 1 – 0 Breiðhyltingum í vil.

Stigahæstur ÍR í kvöld var Kevin Capers með 28 stig og 6 fráköst en atkvæðamestur KR-inga var Pavel Ermolinskij sem var með 15 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.

Tölfræðin lýgur ekki

Það var einfaldlega jafnt á öllum tölum í kvöld og ekki sjónarmun að sjá milli liðanna. Skotnýtingin örlítið betri hjá ÍR en annars allt jafnt.

Bæði liðinu skoruðu úr 22% þriggja stiga skota sinna, KR tók 45 fráköst gegn 43 frá ÍR, ÍR var með 19 stoðsendingar gegn 18 hjá KR og svo mætti lengi telja.

Liðin voru hins vegar ekki að skora nákvæmlega sömu körfurnar, ÍR sett 56 stig í teignum og KR-ingar sem tóku ansi mikið af löngum tvistum settu 30.

Kjarninn

Þetta eru eins og staðan er í dag einfaldlega tvö mjög jöfn lið. Leikurinn í kvöld var jafn á öllum tölum, frá byrjun til enda og réðust úrslitin ekki fyrr en alveg í lokin. Þá duttu hlutirnir örlítið með ÍR. Mike Di Nunno fékk dæmda á sig vafasama villu sem að setti Matthías Orra á línuna þegar að 3,7 sekúndur voru eftir. Matthías með stáltaugar setti bæði og KR tók leikhlé. Kr-ingar fengu sæmilega opið skot af þremur metrum frá Jóni sem datt ekki.

Í Framlengingunni skoruðu ÍR fyrstu stigin og þá sannaðist hið fornkveðna að liðið sem setur fyrstu körfuna klárar leikinn. Það má þó segja að KR hafi verið arfaslakir í síðustu vörninni sinni og náðu þeir ekki að brjóta.

Bestur

Kevin Capers átti frábæran dag í liði gestanna og fær þessa nafnbót að þessu sinni, setti stórar og mikilvægar körfur þegar að þess þurfti og var duglegur að brjóta niður vörn KR-inga.

Þá átti Gerald Robinson skínandi leik, sá hefur verið frábær í úrslitakeppninni. Gerald setti 21 stig og tók 6 fráköst.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -