spot_img
HomeFréttirRóbert Sean með nokkur tilboð frá háskólum

Róbert Sean með nokkur tilboð frá háskólum

Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham er samkvæmt CBB Europe með tilboð frá Davidson og Charlotte um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Róbert leikur þetta tímabilið fyrir Cannon miðskólann í Norður Karólínu, en þangað kom hann frá ungmennaliði Baskonia á Spáni.

Tilboðin tvö eru sögð bæta við skólum sem Róbert getur mögulega farið í eftir að hann klárar miðskólann, en áður hafði hann fengið tilboð frá Wake Forrest. Allir eru skólarnir í efstu deild bandaríska háskólaboltans.

Lið Davidson ættu einhverjir íslenskir aðdáendur að kannast, en Jón Axel Guðmundsson lék þar fjögur tímabil og þá var Styrmir Snær Þrastarson á mála hjá þeim á síðasta tímabili

Fréttir
- Auglýsing -