spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaPétur áfram hjá Tindastól - Lykilmenn framlengja

Pétur áfram hjá Tindastól – Lykilmenn framlengja

Fyrr í dag var tilkynntu um að körfuknattleikslið Tindastóls hefðu framlengt samninga sína við við sjö leikmenn. Þar af lykilleikmenn liðsins síðustu ár.

Stærsta fregnin er líklega sú að Pétur Rúnar Birgisson verður áfram í Síkinu en hann hefur verið í aðalhlutverki í liðinu síðustu ár. Pétur hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu misseri og aðalleikstjórnandi liðsins.

Þeir Viðar Ágústsson, Helgi Rafn Viggósson, Friðrik Þór Stefánsson, Ael Kárason, Hannes Másson og Örvar Freyr Harðarson skrifuðu einnig undir. Á Facebook síðu Tindastóls segir eftirfarandi:

Viðar Ágústson hefur einnig skrifað undir nýjan samning við Tindastól. Viðar er einn af öflugustu varnamönnum deildarinnar og staðið eins og klettur í öflugri vörn Tindastólsliðsins

Fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson hefur skrifað undir nýjan samning við Tindastól. Helgi Rafn er mikilvægur hlekkur í sterkum kjarna Tindastóls og þekktur fyrir mikla baráttu inn sem utan vallar.

Friðrik Þór Stefánsson hefur endurnýjað samning sinn við Tindastól. Leikur Friðriks hefur verið mjög stígandi á liðnu tímabili og er hann þekktur fyrir þétta og öfluga vörn.

Axel Kárason hefur endurnýjað samning sinn við Tindastól. Víðtæk reynsla Axels hefur reynst vel fyrir Tindastól bæði innan sem utan vallar og kom hann öflugur inn um áramót og þétti leik liðsins vel.

Hannes Ingi Másson hefur skrifað undir nýjan samning við liðið. Hannes er öflugur varnamaður og góð skytta.

Örvar Freyr Harðarson skrifaði undir nýjan samning við Tindastóls. Örvar, sem er fæddur árið 2003, er einn af framtíðarleikmönnum Tindastóls og hefur hann leikið með U15 landsliði Íslands.

Stjórn KKD Tindastóls lítur björtum augum á komandi keppnistímabil og vinna hafin við að styrkja liðið enn frekar

Fréttir
- Auglýsing -