spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaMyndaveisla: Grindavík aftur í deild þeirra bestu

Myndaveisla: Grindavík aftur í deild þeirra bestu

Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í Dominos deild kvenna á næsta tímabili. Liðið vann þá Fjölni í þriðja leik úrslitaeinvígi liðanna og sópaði því Grafarvogsliðinu úr leik.

Fjölnir varð deildarmeistari í 1. deild kvenna en átti ekki mikið í sterkt lið Grindavíkur í úrslitakeppninni. Grindavík hefur verið í 1. deild kvenna síðustu tvö tímabil og byggt upp sterkt lið á heimakonum sem verður spennandi að fylgjast með á komandi leiktíð í deild þeirra bestu.

Eins og við var að búast var fögnuður Grindavíkur ósvikinn eftir að leikklukkan rann út. Ljósmyndari Körfunnar, Bára Dröfn var á staðnum og náði þessum frábæru myndum af einlægum fagnaðarlátunum:

Myndasafnið í heild sinni má finna hér.

Fjölnir-Grindavík 83-92 (21-26, 18-20, 21-16, 23-30)

Fjölnir: Brandi Nicole Buie 28/9 fráköst/7 stoğsendingar, Erla Sif Kristinsdóttir 17/11 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdottir 12/5 fráköst/6 stoğsendingar, Fanney Ragnarsdóttir 8/4 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 8, Anna Ingunn Svansdóttir 5/4 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 3, Fanndís María Sverrisdóttir 2, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Margrét Eiríksdóttir 0.

Grindavík: Hannah Louise Cook 23/12 fráköst, Hrund Skúladóttir 23/11 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19/8 fráköst/6 stoğsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 13/5 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 7, Angela Björg Steingrímsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2/5 fráköst, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Natalía Jennı Lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0. 

Fréttir
- Auglýsing -