KR sigraði Þór með 99 stigum gegn 91 í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos deildar karla. KR því komið með yfirhöndina í einvíginu, 1-0, en næsti leikur fer fram á heimavelli Þórs í Þorlákshöfn.
Karfan spjallaði við þjálfara KR, Inga Þór Steinþórsson, eftir leik í DHL Höllinni.