spot_img
HomeFréttirNBA: Verðlaun fyrir tímabilið 2018/19 - Viljum sjá Kevin Durant með New...

NBA: Verðlaun fyrir tímabilið 2018/19 – Viljum sjá Kevin Durant með New York Knicks

Nú eru aðeins nokkrir leikir eftir af deildarkeppni NBA deildarinnar og úrslitkeppnin handan við hornið.

Þátturinn hefst á almennri umræðu um deildirnar tvær, áður en þáttarstjórnendur færa sig yfir í verðlaunaafhendingu fyrir 2018/19 tímabilið.

Fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá þeirrar umræðu og í sviga fyrir aftan þá sem valdir voru af samfélaginu.

Þá er undir lokin farið yfir hvaða leikmenn eru með lausa samninga í sumar og reynt að geta í eyðurnar með hvert þeir eru líklegir til þess að fara.

Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.

Umsjón: Davíð Eldur & Sigurður Orri

Gestur: Tómas “Stóri” Steindórsson

Dagskrá
00:00 – Létt hjal
01:00 – Austrið
05:00 – Vestrið
15:00 – MVP (Giannis Antetokounmpo)
25:00 – Varnarmaður ársins (Rudy Gobert)
30:00 – Sjötti leikmaður ársins (Lou Williams)
34:00 – Mestu framfariri (D´Angelo Russell)
39:00 – Nýliði Ársins (Luka Doncic)
44:30 – Þjálfari ársins (Mike Budenholzer)
49:00 – Vonbrigðalið vetrarins (Boston Celtics)
57:30 – Vonbrigðaleikmaður vetrarins (Jayson Tatum)
01:03:00 – Lið sem kom mest á óvart (Denver Nuggets)
01:07:00 – Leikmaður sem kom mest á óvart (Nikola Jokic)
01:12:00 – Hvert fara lausir leikmenn í sumar?

Fréttir
- Auglýsing -