Grindavík sigraði fyrsta leik sinn í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna fyrr í kvöld í Dalhúsum með 79 stigum gegn 72. Grindavík því komnar með 1-0 yfirhönd í einvíginu, en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki mun leika í Dominos deildinni á næsta tímabili.
Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var Hannah Louise Cook, en á tæpum 37 mínútum spiluðum skilaði hún 37 stigum og 17 fráköstum. Fyrir heimastúlkur í Fjölni var það Brandi Nicole Buie sem dróg vagninn með 21 stigi, 13 fráköstum og 5 stoðsendingum.
Fjölnir-Grindavík 72-79
(18-22, 20-19, 18-13, 16-25)
Fjölnir: Brandi Nicole Buie 21/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 15/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Heiða Hlín Björnsdóttir 7, Erla Sif Kristinsdóttir 6/6 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 4, Berglind Karen Ingvarsdottir 2/7 fráköst, Fanndís María Sverrisdóttir 2, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Margret Osk Einarsdottir 0, Margrét Eiríksdóttir 0.
Grindavík: Hannah Louise Cook 37/17 fráköst, Hrund Skúladóttir 16/9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 6/12 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 6, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 5, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Sædís Gunnarsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.