Úrslitakeppni Dominos deildar kvenna hefst í kvöld með einum leik. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Fjórða liðið í úrslitakeppninni er KR.
Eftir nokkra ára uppbyggingu KR er liðið nú komið aftur í úrslitakeppni. Liðið var síðast í úrslitakeppni árið 2013 þegar það tapaði í úrslitaeinvíginu gegn Keflavík. KR er nýliði í deildinni og var í efsta sæti deildarinnar á löngum köflum á tímabilinu.
KR var spáð neðsta sæti deildarinnar og fáir sem bjuggust við miklu af liðinu. Liðið hefur hinsvegar komið sífelt á óvart á tímabilinu og endaði í úrslitakeppninni, öllum að óvörum. Liðið kemur hinsvegar haltrandi í úrslitakeppnina eftir að hafa einungis unnið einn leik í síðustu umferðinni.
Fyrsti leikur í einvígi Vals og KR fer fram í kvöld kl 17:30 í Origo höllinni.
Leikirnir í einvíginu:
Leikur 1 – 4. apríl: Valur – KR – Origo höllin
Leikur 2 – 7. apríl: KR – Valur – DHL höllin
Leikur 3 – 11. apríl: Valur – KR – Origo höllin
Leikur 4 – 14. apríl: KR – Valur – DHL höllin (ef þarf)
Leikur 5 – 17. apríl: Valur – KR – Origo höllin (ef þarf)
Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni.
Viðtal við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og Unnu Töru Jónsdóttur leikmann má finna hér að neðan: