Úrslitakeppni Dominos deildar kvenna hefst í kvöld með einum leik. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Nú er komið að Val
Valsarar koma á þvílíkur flugi inn í úrslitakeppnina. Liðið hefur unnið 18 leiki í röð í deildinni og verið svo gott sem óstöðvandi. Valur hefur einungis tapað einum leik síðan liðið fékk Helenu Sverrisdóttur til liðsins en það var einmitt gegn KR þann 28. nóvember síðastliðinn.
Deildar-og bikarmeistarar Vals eiga enn eftir að tikka í eitt box og er það íslandsmeistaratitillinn. Liðið er gríðarlega vel mannað í ár og til alls líklegt. Á sama tíma er liðið með risa skotmark á sér og er liðið til að vinna. En getur eitthvað lið stöðvað þetta ógnarsterka Valslið?
Fyrsti leikur í einvígi Vals og KR fer fram í kvöld kl 17:30 í Origo höllinni.
Leikirnir í einvíginu:
Leikur 1 – 4. apríl: Valur – KR – Origo höllin
Leikur 2 – 7. apríl: KR – Valur – DHL höllin
Leikur 3 – 11. apríl: Valur – KR – Origo höllin
Leikur 4 – 14. apríl: KR – Valur – DHL höllin (ef þarf)
Leikur 5 – 17. apríl: Valur – KR – Origo höllin (ef þarf)
Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni.
Viðtal við Darra Frey Atlason þjálfara Vals og Guðbjörgu Sverrisdóttur leikmann liðsins má finna hér að neðan: