Úrslitakeppni Dominos deildar kvenna hefst í kvöld með einum leik. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Næst er það Stjarnan
Stjarnan er mætt í annað sinn í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna í sögunni. Liðið hefur enn ekki unnið sigur í úrslitakeppni en síðast var liðinu sópað í undanúrslitum 3-0 af Snæfell sem síðar varð Íslandsmeistari.
Liðið hefur líkt og Keflavík verið að díla við mikil meiðsli í vetur en hafa verið að vaxa hægt og rólega allt tímabilið. Enn er óljóst með þátttöku Rögnu Margrétar í einvíginu en að öðru leiti segir Pétur Már þjálfari liðsins að allar ættu að vera klárar fyrir fyrsta leik.
Stjarnan komst í fyrsta sinn í bikarúrslit fyrr í vetur og hefur verið að skrifa nýja kafla í sögu félagsins síðustu ár. Uppgangurinn er mikill og býr leikmannahópurinn í ár klárlega yfir þeirri getu að ná enn lengra og skrifa fleiri kafla í sögubókina.
Leikirnir í einvíginu:
Leikur 1 – 2. apríl: Keflavík – Stjarnan – Blue Höllin
Leikur 2 – 6. apríl: Stjarnan – Keflavík – Mathús Garðarbæjarhöllin
Leikur 3 – 10. apríl: Keflavík – Stjarnan – Blue Höllin
Leikur 4 – 14. apríl: Stjarnan – Keflavík – Mathús Garðarbæjarhöllin (ef þarf)
Leikur 5 – 17. apríl: Keflavík – Stjarnan – Blue Höllin (ef þarf)
Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni.
Viðtal við Pétur Már Sigurðsson þjálfara og Ragnheiði Benónýsdóttur leikmann fyrir einvígið: