spot_img

Jeb Ivey hættur

Njarðvík féll úr leik í átta liða úrslitum gegn ÍR eftir magnaðan oddaleik. Njarðvík leiddi seríuna 2-0 en tapaði þremur leikjum í röð.

Hinn magnaði Jeb Ivey leikmaður Njarðvíkur tilkynnti það í viðtali við Körfuboltakvöld eftir leik að hann væri hættur körfuknattleiksiðkunn. Þetta sagði hann tárvotur eftir leik og sagði alla hluti enda einhverntímann.

Ivey sneri aftur til Íslands fyrir þetta tímabil í lið Njarðvíkur eftir góða veru í Finnlandi síðustu ár. Hann skilaði 16,6 stigum og 5 stoðsendingum að meðaltali á tímabilinu í 27 leikjum.

Ivey er vel kunn­ur hér á landi því hann lék í fjög­ur ár með ís­lensk­um liðum. Fyrst með KFÍ 2003-04, þá Fjölni 2004-05, og síðan í tvö ár með Njarðvík frá 2005 til 2007. Árið 2010 kom hann inn í lið Snæfells í úrslitum og vann með þeim Íslandsmeistaratitilinn. Síðan árið 2010 hefur Ivey spilað í Frakklandi og nú síðast í Finnlandi.

Jeb Ivey á að baki tvo Íslandsmeistaratitla með Njarðvík 2006 og Snæfekk 2010. Leikmaðurinn hefur litað íslenskan körfubolta gríðarlega í gegnum tíðina og verður minnst sem eins albesta leikmanns sem spilaði í deildinni. Karfan þakkar Ivey fyrir framlag sitt og hlakkar til að sjá hver næstu skref hans verða í körfuboltanum.

Fréttir
- Auglýsing -