Undanúrslitaeinvígum 1. deildar kvenna lauk í kvöld með tveimur leikjum. Báðum einvígunum lauk með sópi og er ljóst hvaða lið mætast í úrslitaeinvíginu.
Í Grafarvogi unnu deildarmeistarar Fjölnis öruggan sigur á Njarðvík. Þetta var þriðji sigurinn í þremur leikjum hjá Fjölni sem fara sannfærandi í úrslitaeinvígið.
Grindvíkingar fengu ungt og skemmtilegt lið Þórs Ak í heimsókn. Þratt fyrir góða baráttu Þórs í leiknum fór svo að lokum að Grindavík vann góðan sigur.
Þá tryggði Fjölnir sér einnig í úrslitaeinvígi 1. deildar karla með sigri á Vestra. Andstæðingurinn verður annað hvort Höttur eða Hamar.
Úrslit kvöldsins:
- deild kvenna: